Gjaldskyld bílastæði
Verklagsreglur íbúakorta
Verklag
vegna beiðni um íbúakort
1.gr.
Með
umsókn sinni gefur umsækjandi Bílastæðasjóði heimild til að afla upplýsinga til
staðfestingar á þeim upplýsingum sem koma fram í umsókn um íbúakort. Upplýsingar
geta m.a. verið sóttar í þjóðskrá, fasteignaskrá Ríkisins og ökutækjaskrá. Almennur afgreiðslutími eru 5-10 virkir dagar.
2. gr.
Með
umsókn sinni gefur umsækjandi Bílastæðasjóði heimild til að afla upplýsinga um
hvort að umsækjandi uppfylli öll skilyrði um íbúakort. Upplýsingar geta m.a. verið
sóttar í þjóðskrá og ökutækjaskrá, fasteignaskrá ríkisins, borgarvefsjá, skipulagsjá,
á googlemaps.com, ja.is og á teikningavef byggingafulltrúa, allt eftir eðli
máls hverju sinni. Þá getur vettvangsferð til að skoða aðstæður verið hluti af
upplýsingaöflun.
3.gr.
Mikilvægt
er að aðili máls geri grein fyrir máli sínu á skýran hátt og komi á framfæri í
umsókn sinni þeim upplýsingum er nauðsynlegar eru til úrvinnslu málsins.
Mikilvægt er að aðili máls skili inn gögnum sem hann hefur undir höndum og
styrkt geta umsókn hans, sem eðli gagnanna samkvæmt eru ekki aðgengileg
Bílastæðasjóð. Ef gögnum er ekki skilað inn getur það orðið til þess að umsókn
verði hafnað.
4.gr.
Ef
umsækjandi er ekki eigandi fasteignar eða maki hans skal skila inn samþykki
íbúðareigenda fyrir nýtingu íbúakortaréttar.
5.gr.
Sé umsækjandi
leigjandi skal hann skila inn þinglýstum gildum húsaleigusamningi.
Húsaleigusamningar frá Félagsbústöðum eru undanþegnir þessari reglu þar sem
þeir eru ekki þinglýstir.
6.gr.
Sé
bifreið í eigu fyrirtækis og starfsmaður fyrirtækis er skráður umráðamaður skal
skila inn staðfestingu frá vinnuveitanda að starfsmaður hafi fullt afnot af
bifreiðinni og að afnotin séu hluti af hlunnindum starfsmanns.
7.gr.
Bílastæðasjóður hefur heimilt til að afturkalla kort m.a. þegar lögheimili er flutt án tilkynningar, kort flutt á milli ökutækja eða kort framselt. Hér er ekki um tæmandi talningu að ræða.
8. gr.
BílaMisnotkun á íbúakort varðar missi kortsins og hefur þá fyrirgert rétti sínum til íbúakorts í 2 ár. Misnoktun getur verið til að mynda fölsun korts. Rétt er að benda á að þetta er ekki tæmandi talning.
Reykjavík
13.10.2016