Kortið hér að neðan sýnir gróflega skiptingu gjaldsvæða í borginni. Ef kortinu og
merkingum á mælum ber ekki saman eru það merkingar á mælunum sem gilda. Einnig ef um tímabundar lokanir á stæðum vegna göngugatna, sumargatna, framkvæmda ofl., þá eru það umferðarmerkingar á staðnum sem gilda.
- Rautt: Gjaldsvæði 1 (íbúakort gilda ekki)
- Ljósrautt: Gjaldsvæði 1 (íbúakort gilda)
- Blár: Gjaldsvæði 2
- Grænn: Gjaldsvæði 3
- Appelsínugulur: Gjaldsvæði 4 (íbúakort gilda ekki)
Miðar keyptir á gjaldsvæði 1 gilda á öllum gjaldsvæðum
Miðar keyptir á gjaldsvæði 2 gilda á gjaldsvæðum 2,3 og 4
Miðar keyptir á gjaldsvæði 3 gilda einungis á gjaldsvæði 3
Miðar keyptir á gjaldsvæði 4 gilda einungis á gjaldsvæði 4.
Ekki er gjaldskylda á eftirfarandi dögum:
Nýársdagur, Skírdagur, Föstudagurinn langi, Annar í Páskum, Sumardagurinn fyrsti, 1.maí, Uppstigningadagur, Annar í Hvítasunnu, 17.júní, Frídagur verslunarmanna, Jóladagur, Annar í jólum